Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 21:19 Ólíkar venjur voru viðhafðar á Siglufirði og á Ólafsfirði en nú hafa þær verið samræmdar. Vísir/Egill Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða. Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða.
Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira