„Af okkur óafvitandi, stóð kona álengdar og festi augnablikið á myndbandi! Við eyddum svo restinni af deginum út um allar trissur þar sem við skáluðum og fögnuðum ástinni,“ skrifar María Thelma á Instagram.
María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman fyrr á þessu ári.
Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.