Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2022 23:30 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Birgir hélt til Afganistan í byrjun desember. Ferðin var á vegum Evrópuráðsins og var Birgir valinn til að gera skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og stöðuna í Afganistan almennt. Margt hefur breyst síðan talíbanar tóku völd; rúm milljón Afgana hefur flúið til Pakistan og fjórar milljónir hafa farið til Íran. Birgir flaug frá Pakistan með flugvél frá Sameinuðu þjóðunum og gisti í bækistöð samtakanna í Kabúl. Þar fékk hann brynvarinn bíll, aðstoðarmann og bílstjóra. Hann segir að heimsóknin feli ekki í sér viðurkenningu á talíbanastjórninni. Evrópuráðið telji hins vegar nauðsynlegt að fá skýrari mynd af stöðunni. „Ástandið í Afganistan er ekki gott. Meginástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst efnahagsástandið, sem er mjög dapurlegt. Það vantar um það bil tvær milljónir starfa á næstu þremur árum, það þarf að koma einkaframtakinu aftur í gang og það er lítið um störf almennt.“ „Mjög mikil mengun“ Hann segir að ástandið sé verst í dreifbýli borgarinnar, þar sem íbúar reiða sig einna helst á landbúnað. Vegna gríðarlegra þurrka er ástandið erfitt, börn eru vannærð og atvinnuleysi víða. „Það er mjög mikil mengun, ryk og ekki beint aðlaðandi umhverfi því miður.“ Konum er ekki skylt að vera í búrku að hans sögn en búrkunotkun hefur aukist um helming eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir fór á fund með Haqqini, ráðherra málefna flóttamanna, í ríkisstjórn talíbana í landinu. Hann segir að talíbönum sé mikið í mun að alþjóðasamfélagið ræði við þá, þeir hafi ekki fengið viðurkenningu enn sem komið er. „Ég mun mæla með því í þessari skýrslu minni að ríki Evrópuráðsins muni alla vega ræða við þá, ef það verður ekki gert og þeir verða útilokaðir þá hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir almenning í landinu. Og sérstaklega varðandi þróunaraðstoðina,“ segir Birgir. Tvö hundruð þúsund konur misst vinnuna Staða kvenna í landinu hefur versnað til muna og fór hann meðal annars á fund afganskra baráttukvenna, Afghan Women‘s Advisory Group. „Það er búið að leggja niður ráðuneyti jafnréttismála, það eru um það bil tvö hundruð þúsund konur sem hafa misst vinnuna eftir að talíbanarnir tóku við. Þeir leggja mikla áherslu á það að stjórnin sé samkvæmt Sharia-lögum, og allar konur eigi að vera með slæðu á höfðinu. Þeir lofuðu því að þeir myndu ráða konur í opinber störf en þeir hafa ekki staðið við það.“ Birgir á fundi með baráttuhópi afganskra kvenna. Staða kvenna í landinu hefur versnað mikið eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir heimsótti einnig barnaspítala í Kabúl sem hann segir að hafi verið erfitt. „Það var gríðarlegt öngþveiti á spítalanum, mikið af vannærðum börnum. Hann sagði mér framkvæmdastjórinn að það vantaði sárvantaði fjármuni til þess að geta rekið spítalann. Fyrri stjórnvöld stálu fjárveitingum, þeir fengu kannski fjörutíu eða fimmtíu prósent af því sem þeir áttu að fá í fjárveitingar en öðru var stolið af fyrri stjórnvöldum.“ Hann kynnir skýrsluna fyrir Evrópuráði í apríl á næsta ári. „Ég held að alþjóðasamfélagið verði að sætta sig við það að þeir eru komnir til valda, þeir eru ekkert á förum, og þess vegna verði að reyna að setjast niður með þeim. Annars mun almenningur bara þjást.“ Troðningurinn á barnaspítalanum var mikill og ástandið slæmt.Aðsend/Birgir Þórarinsson Afganistan Jafnréttismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Birgir hélt til Afganistan í byrjun desember. Ferðin var á vegum Evrópuráðsins og var Birgir valinn til að gera skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og stöðuna í Afganistan almennt. Margt hefur breyst síðan talíbanar tóku völd; rúm milljón Afgana hefur flúið til Pakistan og fjórar milljónir hafa farið til Íran. Birgir flaug frá Pakistan með flugvél frá Sameinuðu þjóðunum og gisti í bækistöð samtakanna í Kabúl. Þar fékk hann brynvarinn bíll, aðstoðarmann og bílstjóra. Hann segir að heimsóknin feli ekki í sér viðurkenningu á talíbanastjórninni. Evrópuráðið telji hins vegar nauðsynlegt að fá skýrari mynd af stöðunni. „Ástandið í Afganistan er ekki gott. Meginástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst efnahagsástandið, sem er mjög dapurlegt. Það vantar um það bil tvær milljónir starfa á næstu þremur árum, það þarf að koma einkaframtakinu aftur í gang og það er lítið um störf almennt.“ „Mjög mikil mengun“ Hann segir að ástandið sé verst í dreifbýli borgarinnar, þar sem íbúar reiða sig einna helst á landbúnað. Vegna gríðarlegra þurrka er ástandið erfitt, börn eru vannærð og atvinnuleysi víða. „Það er mjög mikil mengun, ryk og ekki beint aðlaðandi umhverfi því miður.“ Konum er ekki skylt að vera í búrku að hans sögn en búrkunotkun hefur aukist um helming eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir fór á fund með Haqqini, ráðherra málefna flóttamanna, í ríkisstjórn talíbana í landinu. Hann segir að talíbönum sé mikið í mun að alþjóðasamfélagið ræði við þá, þeir hafi ekki fengið viðurkenningu enn sem komið er. „Ég mun mæla með því í þessari skýrslu minni að ríki Evrópuráðsins muni alla vega ræða við þá, ef það verður ekki gert og þeir verða útilokaðir þá hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir almenning í landinu. Og sérstaklega varðandi þróunaraðstoðina,“ segir Birgir. Tvö hundruð þúsund konur misst vinnuna Staða kvenna í landinu hefur versnað til muna og fór hann meðal annars á fund afganskra baráttukvenna, Afghan Women‘s Advisory Group. „Það er búið að leggja niður ráðuneyti jafnréttismála, það eru um það bil tvö hundruð þúsund konur sem hafa misst vinnuna eftir að talíbanarnir tóku við. Þeir leggja mikla áherslu á það að stjórnin sé samkvæmt Sharia-lögum, og allar konur eigi að vera með slæðu á höfðinu. Þeir lofuðu því að þeir myndu ráða konur í opinber störf en þeir hafa ekki staðið við það.“ Birgir á fundi með baráttuhópi afganskra kvenna. Staða kvenna í landinu hefur versnað mikið eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir heimsótti einnig barnaspítala í Kabúl sem hann segir að hafi verið erfitt. „Það var gríðarlegt öngþveiti á spítalanum, mikið af vannærðum börnum. Hann sagði mér framkvæmdastjórinn að það vantaði sárvantaði fjármuni til þess að geta rekið spítalann. Fyrri stjórnvöld stálu fjárveitingum, þeir fengu kannski fjörutíu eða fimmtíu prósent af því sem þeir áttu að fá í fjárveitingar en öðru var stolið af fyrri stjórnvöldum.“ Hann kynnir skýrsluna fyrir Evrópuráði í apríl á næsta ári. „Ég held að alþjóðasamfélagið verði að sætta sig við það að þeir eru komnir til valda, þeir eru ekkert á förum, og þess vegna verði að reyna að setjast niður með þeim. Annars mun almenningur bara þjást.“ Troðningurinn á barnaspítalanum var mikill og ástandið slæmt.Aðsend/Birgir Þórarinsson
Afganistan Jafnréttismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira