Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2022 18:30 Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira