Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. desember 2022 23:38 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira