„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“ Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“
Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira