Sjálfbærni á erindi við allar atvinnugreinar Helgi Jóhann Björgvinsson, Anna Gerður Ófeigsdóttir og Jóna Rut Vignir skrifa 14. desember 2022 11:30 Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun