Búbblur og böl Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 14. desember 2022 10:01 Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum. Nýjasta æðið í þessari menningu eru búbblurnar, en nú er afar vinsælt að tala um freyðivín sem búbblur og virðast þær orðnar nokkuð ómissandi á mörgum viðburðum. Það mætti klárlega segja að áfengisnotkun sé sett á ákveðinn stall í íslensku samfélagi og þá fer oft mun minna fyrir umræðunni um skaðsemi áfengis. Þessi áhersla á drykkju áfengra veiga stingur verulega í stúf við aukningu á alvarlegum afleiðingum áfengisneyslu á einstaklinga með tilheyrandi hörmungum fyrir samfélagið allt. Samkvæmt fréttabréfi Landlæknis um heilbrigðisupplýsingar frá árinu 2020 stundaði tæplega fjórðungur Íslendinga svokallaða áhættudrykkju. Að sama skapi hefur heildardrykkja aukist verulega eftir 1989 og í raun tvöfaldast. Rannsóknir sýna einnig að skaðleg áhrif áfengis eru tengd yfir 200 sjúkdómum og slysum/áverkum. Neikvæðar birtingarmyndir ofneyslu áfengis og annarra vímuefna í samfélaginu eru því miður æði fjölbreyttar. Þannig má rekja 48% allra banaslysa og 28% allra umferðarslysa í umferðinni til ölvunar. 51% sem komu á bráðamóttöku LSH um helgar voru undir áhrifum hugbreytandi efna og 13,5 % af öllum dauðsföllum fólks á aldrinum 20-39 ára má rekja til áfengisneyslu. Dæmin um skaðsemi neyslu áfengis í samfélaginu eru enn fleiri því miður.Fyrir utan neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar veldur ofnotkun áfengis einnig miklu félagslegu og efnahagslegu tjóni í samfélaginu.Ótal rannsóknir staðfesta tengsl áfengisneyslu við marga alvarlega sjúkdóma en til að mynda hefur neysla áfengis verið tengd beint við áhættu á mörgum mismunandi tegundum krabbameina. Þá er einnig vitað að skorpulifur hefur aukist á Íslandi að meðaltali um 10% árlega á undanförnum áratugum. Það er vissulega sorglegt að með aukinni þekkingu á skaðsemi áfengis skuli áfengisneysla vaxa eins og faraldur með samsvarandi aukningu sjúkdóma sem orsakast af drykkju. Staðreyndin er sú að áfengi drepur um 3 milljónir manna á heimsvísu á hverju ári og er ein helsta ógnin við heilsu almennings um allan heim. Það liggur því beint við að spyrja hvort það geti verið að við sem samfélag séum hugsanlega að taka einhverjar rangar ákvarðanir í sambandi við stefnu í áfengismálum? Það er auðvitað afskaplega jákvætt hvað viðtölum við ungt fólk hefur fjölgað sem hefur ákveðið að lifa áfengislausum lífsstíl og sannarlega mikilvæg skref í að breyta “norminu” um að áfengi sé ómissandi, en betur má ef duga skal. Að fagna og lyfta glasi í góðra vina hópi er afskaplega gefandi og gaman svo lengi sem það skaðar ekki okkur sjálf eða aðra í kringum okkur. Málið er þó flóknara en svo og þarna koma genavísindin til sögunnar því bakkus fer ekki í manngreinaalit. Það er sorgleg staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er með heilasjúkdóm sem heitir alkóhólismi og veldur því að fólk ræður ekki við að drekka áfengi. Annar stór hluti þjóðarinnar veit ekki sjálft eða ber ekki sjálft kennsl á að það er haldið þessum sjúkdómi. Þekkingin er til staðar en afneitunin er sterkari enda er það eitt einkenni sjúkdómsins. Þegar öllu er á botninn hvolft myndi það sennilega ekki skaða að staldra aðeins við og spyrja “Þarf alltaf að vera áfengi?” Höfundur er kennari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum. Nýjasta æðið í þessari menningu eru búbblurnar, en nú er afar vinsælt að tala um freyðivín sem búbblur og virðast þær orðnar nokkuð ómissandi á mörgum viðburðum. Það mætti klárlega segja að áfengisnotkun sé sett á ákveðinn stall í íslensku samfélagi og þá fer oft mun minna fyrir umræðunni um skaðsemi áfengis. Þessi áhersla á drykkju áfengra veiga stingur verulega í stúf við aukningu á alvarlegum afleiðingum áfengisneyslu á einstaklinga með tilheyrandi hörmungum fyrir samfélagið allt. Samkvæmt fréttabréfi Landlæknis um heilbrigðisupplýsingar frá árinu 2020 stundaði tæplega fjórðungur Íslendinga svokallaða áhættudrykkju. Að sama skapi hefur heildardrykkja aukist verulega eftir 1989 og í raun tvöfaldast. Rannsóknir sýna einnig að skaðleg áhrif áfengis eru tengd yfir 200 sjúkdómum og slysum/áverkum. Neikvæðar birtingarmyndir ofneyslu áfengis og annarra vímuefna í samfélaginu eru því miður æði fjölbreyttar. Þannig má rekja 48% allra banaslysa og 28% allra umferðarslysa í umferðinni til ölvunar. 51% sem komu á bráðamóttöku LSH um helgar voru undir áhrifum hugbreytandi efna og 13,5 % af öllum dauðsföllum fólks á aldrinum 20-39 ára má rekja til áfengisneyslu. Dæmin um skaðsemi neyslu áfengis í samfélaginu eru enn fleiri því miður.Fyrir utan neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar veldur ofnotkun áfengis einnig miklu félagslegu og efnahagslegu tjóni í samfélaginu.Ótal rannsóknir staðfesta tengsl áfengisneyslu við marga alvarlega sjúkdóma en til að mynda hefur neysla áfengis verið tengd beint við áhættu á mörgum mismunandi tegundum krabbameina. Þá er einnig vitað að skorpulifur hefur aukist á Íslandi að meðaltali um 10% árlega á undanförnum áratugum. Það er vissulega sorglegt að með aukinni þekkingu á skaðsemi áfengis skuli áfengisneysla vaxa eins og faraldur með samsvarandi aukningu sjúkdóma sem orsakast af drykkju. Staðreyndin er sú að áfengi drepur um 3 milljónir manna á heimsvísu á hverju ári og er ein helsta ógnin við heilsu almennings um allan heim. Það liggur því beint við að spyrja hvort það geti verið að við sem samfélag séum hugsanlega að taka einhverjar rangar ákvarðanir í sambandi við stefnu í áfengismálum? Það er auðvitað afskaplega jákvætt hvað viðtölum við ungt fólk hefur fjölgað sem hefur ákveðið að lifa áfengislausum lífsstíl og sannarlega mikilvæg skref í að breyta “norminu” um að áfengi sé ómissandi, en betur má ef duga skal. Að fagna og lyfta glasi í góðra vina hópi er afskaplega gefandi og gaman svo lengi sem það skaðar ekki okkur sjálf eða aðra í kringum okkur. Málið er þó flóknara en svo og þarna koma genavísindin til sögunnar því bakkus fer ekki í manngreinaalit. Það er sorgleg staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er með heilasjúkdóm sem heitir alkóhólismi og veldur því að fólk ræður ekki við að drekka áfengi. Annar stór hluti þjóðarinnar veit ekki sjálft eða ber ekki sjálft kennsl á að það er haldið þessum sjúkdómi. Þekkingin er til staðar en afneitunin er sterkari enda er það eitt einkenni sjúkdómsins. Þegar öllu er á botninn hvolft myndi það sennilega ekki skaða að staldra aðeins við og spyrja “Þarf alltaf að vera áfengi?” Höfundur er kennari og lýðheilsufræðingur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun