Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 10:32 Í kjarnasamrunaofni er tvær frumeindir látnar rekast saman á miklum hraða og orkan notuð til að framleiða rafmagn. Vísir/Getty Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Ólíkt kjarnorkuverum sem nota kjarnakljúfa til að framleiða orka fellur ekki til mikið magn úrgangs sem er geislavirkur í langan tíma við kjarnasamruna. Ferlið er einnig kolefnisfrítt. Gríðarlega orku þarf til þess að koma kjarnasamruna af stað og fram að þessu hefur engum tekist að framleiða meiri orku með honum en þá sem tók til að hefja hann. Í fyrra greindu forsvarsmenn Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu að þeir hefðu náð að framleiða um 70% orkunnar sem fór í samrunann. Washington Post segir að fulltrúar Kviknunarstöðvarinnar hafi ekki viljað tjá sig um nýjasta áfanga þeirra. Engar frekari upplýsingar verði veittar fyrir tilkynningu ráðuneytisins á morgun. Tilkynning er sögð snúast um „meiriháttar vísindaafreki“. Þrátt fyrir að um stórt skref í átt að sjálfbærum kjarnasamruna væri að ræða er tæknin líklega áratugum frá því að verða raunhæfur kostur í orkuframleiðslu. Bandaríkin, Evrópuríki og Rússland hafa varið milljörðum dollara í þróun kjarnasamruna undanfarna áratugi. Fjöldi kosta umfram hefðbundna orkugjafa Menn hefur lengi dreymt um að beisla kraft kjarnasamruna enda eru kostirnir umfram aðra hefðbundna orkugjafa margir. Aðaleldsneyti samrunans eru vetnissamsætur sem eru nær óþrótandi auðlind á jörðinni. Orkuframleiðsla með samruna væri því ekki háð staðbundnum eða árstíðarbundnum breytum. Engar gróðurhúsalofttegundir sem valda hlýnun loftslagsins losna við samrunann og úrgangurinn er óvirka gasið helín. Þegar frumeindir eru klofnar í hefðbundnum kjarnorkuverum fellur til umtalsvert úrgangs sem getur verið geislavirkur í allt að milljónir ára. Við kjarnasamruna myndast þrívetni sem er geislavirkt en helmingunartími þess er aðeins rúm tólf ár. Engin hætta er heldur á kjarnorkuslysi við kjarnasamruna þar sem ferlið byggir ekki á keðjuverkun, ólíkt kjarnakljúfum. Fari eitthvað úrskeiðis, hvort sem það tengist orkunni sem heldur samrunanum gangandi eða segulsviði sem heldur ofurheitu rafgasi í kjarnasamrunaofni í skorðum, stöðvast samruninn á örskömmum tíma, að því er segir á vef Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Flest frumefni í alheiminum sem eru þyngri en vetni og helín mynduðust í kjarna stjarna. Á jörðinni reyna vísindamenn að kveikja kjarnasamruna með því að beina fjölda leysigeisla að hylki með tví- og þrívetni. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Vísindi Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Ólíkt kjarnorkuverum sem nota kjarnakljúfa til að framleiða orka fellur ekki til mikið magn úrgangs sem er geislavirkur í langan tíma við kjarnasamruna. Ferlið er einnig kolefnisfrítt. Gríðarlega orku þarf til þess að koma kjarnasamruna af stað og fram að þessu hefur engum tekist að framleiða meiri orku með honum en þá sem tók til að hefja hann. Í fyrra greindu forsvarsmenn Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu að þeir hefðu náð að framleiða um 70% orkunnar sem fór í samrunann. Washington Post segir að fulltrúar Kviknunarstöðvarinnar hafi ekki viljað tjá sig um nýjasta áfanga þeirra. Engar frekari upplýsingar verði veittar fyrir tilkynningu ráðuneytisins á morgun. Tilkynning er sögð snúast um „meiriháttar vísindaafreki“. Þrátt fyrir að um stórt skref í átt að sjálfbærum kjarnasamruna væri að ræða er tæknin líklega áratugum frá því að verða raunhæfur kostur í orkuframleiðslu. Bandaríkin, Evrópuríki og Rússland hafa varið milljörðum dollara í þróun kjarnasamruna undanfarna áratugi. Fjöldi kosta umfram hefðbundna orkugjafa Menn hefur lengi dreymt um að beisla kraft kjarnasamruna enda eru kostirnir umfram aðra hefðbundna orkugjafa margir. Aðaleldsneyti samrunans eru vetnissamsætur sem eru nær óþrótandi auðlind á jörðinni. Orkuframleiðsla með samruna væri því ekki háð staðbundnum eða árstíðarbundnum breytum. Engar gróðurhúsalofttegundir sem valda hlýnun loftslagsins losna við samrunann og úrgangurinn er óvirka gasið helín. Þegar frumeindir eru klofnar í hefðbundnum kjarnorkuverum fellur til umtalsvert úrgangs sem getur verið geislavirkur í allt að milljónir ára. Við kjarnasamruna myndast þrívetni sem er geislavirkt en helmingunartími þess er aðeins rúm tólf ár. Engin hætta er heldur á kjarnorkuslysi við kjarnasamruna þar sem ferlið byggir ekki á keðjuverkun, ólíkt kjarnakljúfum. Fari eitthvað úrskeiðis, hvort sem það tengist orkunni sem heldur samrunanum gangandi eða segulsviði sem heldur ofurheitu rafgasi í kjarnasamrunaofni í skorðum, stöðvast samruninn á örskömmum tíma, að því er segir á vef Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Flest frumefni í alheiminum sem eru þyngri en vetni og helín mynduðust í kjarna stjarna. Á jörðinni reyna vísindamenn að kveikja kjarnasamruna með því að beina fjölda leysigeisla að hylki með tví- og þrívetni. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Vísindi Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9. febrúar 2022 22:01
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45