„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. desember 2022 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. „Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum. UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
„Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum.
UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41