Sleppa rauðum dregli í Hörpu fyrir mosa, jökulár og stuðlaberg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2022 11:20 Íslendingar halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár. Samsett Rauði dregillinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fara fram á morgun verður ekki rauður heldur með öðru sniði en vaninn er á slíkum hátíðum. Stjörnurnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu umkringdar íslenskri náttúru. Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær. Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær.
Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög