Ráðning deildarstjóra hjá Samgöngustofu ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 10:23 Staðan var auglýst fimm mánuðum áður en einstaklingur sem hafði ekki sótt um stöðuna var ráðinn. Vísir/Vilhelm Ráðning Samgöngustofu á deildarstjóra upplýsingatæknideildar var ekki í samræmi við lög að mati umboðsmanni Alþingis. Einstaklingurinn sem fékk starfið var ekki meðal umsækjenda þegar staðan var auglýst. Í desember 2021 var staða deildarstjóra upplýsingatæknideildar Samgöngustofu auglýst. Þegar því ráðningaferli lauk var hæfasta umsækjandanum boðið starfið en hann afþakkaði það. Því var ákveðið að ráða engan í starfið að svo stöddu. Í maí árið 2022, fimm mánuðum síðar, réði þó stofnunin utanaðkomandi mann í starfið sem hafði ekki sótt um það þegar það var auglýst. Einn þeirra sem sóttu um starfið kvartaði til umboðsmanns Alþingis og taldi ráðninguna ekki vera lögmæta. Við meðferð málsins upplýsti Samgöngustofa að stofnuninni hafi borist til eyrna að hæfur maður í starfið vildi skipta um starfsvettvang. Því var hann ráðinn í það, tímabundið til tveggja ára, án þess að auglýsa það á ný. Heimild er í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna um að ráða megi starfsmenn tímabundið til tveggja ára. Að mati umboðsmanns Alþingis er það án þýðingar vegna skyldu stjórnvalds til að auglýsa laust starf. Þó eru undantekningar á því ákvæði en ráðning Samgöngustofu uppfyllti enga af þeim undantekningum. Því mat umboðsmaður sem svo að ráðningin hafi ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi tilmælum til Samgöngustofu um að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í áliti hans. Hægt er að lesa álit umboðsmanns í heild sinni hér. Stjórnsýsla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Í desember 2021 var staða deildarstjóra upplýsingatæknideildar Samgöngustofu auglýst. Þegar því ráðningaferli lauk var hæfasta umsækjandanum boðið starfið en hann afþakkaði það. Því var ákveðið að ráða engan í starfið að svo stöddu. Í maí árið 2022, fimm mánuðum síðar, réði þó stofnunin utanaðkomandi mann í starfið sem hafði ekki sótt um það þegar það var auglýst. Einn þeirra sem sóttu um starfið kvartaði til umboðsmanns Alþingis og taldi ráðninguna ekki vera lögmæta. Við meðferð málsins upplýsti Samgöngustofa að stofnuninni hafi borist til eyrna að hæfur maður í starfið vildi skipta um starfsvettvang. Því var hann ráðinn í það, tímabundið til tveggja ára, án þess að auglýsa það á ný. Heimild er í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna um að ráða megi starfsmenn tímabundið til tveggja ára. Að mati umboðsmanns Alþingis er það án þýðingar vegna skyldu stjórnvalds til að auglýsa laust starf. Þó eru undantekningar á því ákvæði en ráðning Samgöngustofu uppfyllti enga af þeim undantekningum. Því mat umboðsmaður sem svo að ráðningin hafi ekki verið í samræmi við lög. Hann beindi tilmælum til Samgöngustofu um að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í áliti hans. Hægt er að lesa álit umboðsmanns í heild sinni hér.
Stjórnsýsla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira