Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 13:21 Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með lítilvægt magn af hassolíu í fórum sínum. Viktor Bout var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikla vopnasölu í tvo áratugi. EPA/Getty Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann. Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann.
Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira