Enski boltinn

María lék allan leikinn í öruggum sigri Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
María í leik kvöldsins.
María í leik kvöldsins. Twitter@ManUtdWomen

Manchester United vann öruggan 4-1 sigur á Everton í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Man United. Þá vann Manchester City 2-0 útisigur á Liverpool.

Man United hefur byrjað tímabilið frábærlega og er í hörku baráttu á toppi deildarinnar. Þó fjöldi breytinga hafi verið gerður á byrjunarliðinu þá vann liðið samt sem áður einstaklega þægilegan sigur í kvöld.

Hin norska Vilde Boa Risa skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins. Rachel Williams tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og Boa Risa kom Man Utd 3-0 yfir á 20. mínútu. Í stað þess að leggja árar í bát þá minnkaði Jessica Park muninn fyrir gestina en nær komst Everton ekki.

Jade Moor skoraði fjórða mark Man Utd áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og heimaliðið svo gott sem komið áfram. Karen Holmgaard minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komst Everton ekki, lokatölur 4-2 Man United í vil.

Manchester City fór góða ferð í Bítlaborgina en staðan var þó markalaus að fyrri hálfleik loknum. Í þeim síðari skoruðu Filippa Angeldal og Mary Fowler fyrir gestina og tryggðu Manchester City þar með 2-0 sigur á Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×