Með hálfan þingmann á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. desember 2022 15:30 Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar