„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 07:00 Sérfræðingar Lögmál leiksins hafa enga trú á að Denver Nuggets geri atlögu að meistaratitlinum þó liðið sé með Jókerinn sjálfan innan sinna raða. AAron Ontiveroz/Getty Images Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Fleiri fréttir Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Sjá meira
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Fleiri fréttir Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Sjá meira