Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 11:52 Hlynur Þór Agnarsson er aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins. Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands. Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands.
Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira