„Við vorum nálægt því að sigla þessum heim“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 4. desember 2022 20:19 Jónatan Magnússon þjálfari KA. VÍSIR/VILHELM „Þeir skora úr sinni sókn, þeir fara í 7 á 6 og skoruðu mark sem við hefðum átt að gera betur í en þeir gerðu það vel,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var spurður að leikslokum hvernig KA hefði tapað niður tveggja marka forystu á 25 sekúndum. Hann hélt svo áfram að lýsa þessum 25 sekúndum. Svo fáum við dauðafæri til að klára leikinn en hvað gerist eftir að við klikkum á því færi er svo annað og hvernig við fáum þetta víti á okkur. Þeir skora síðustu tvö mörkin þrátt fyrir að við fáum tækifæri til að skora og ekkert meira um það að segja. Patrekur Stefánsson átti lokaskot KA sem klikkaði. „Við fórum í það færi sem á að fara í þegar maður er í þessari stöðu eins og var komin upp þarna, maður á mann hjá Gróttu. Ef við hefðum skorað þá værum við glaðir en í staðin erum við svekktir með þessa niðurstöðu þar sem við vorum svo nálægt því að klára þetta.“ Jónatan hefði viljað tvö stigin í dag en fannst spilamennska sinna manna ekki nógu góð. „Ég er ekki sáttur við að hafa ekki unnið þá því það var markmiðið okkar að vinna þá hér í dag en hins vegar var þessi leikur þannig að við vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel í dag, við vorum í vandræðum varnarlega og vorum ekki að fá eins góða markvörslu eins og við höfum verið að fá. Þá var Einar Baldvin að verja vel í marki Gróttu og leikurinn æxlast eins og hann gerir, þá er stigið gott.“ Grótta var skrefi á undan nánast allan seinni hálfleikinn það var ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir að KA komst yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. „Mér fannst mikill karakter í mínum mönnum í seinni hálfleik því þetta var ákveðin brekka sem við vorum komnir í. Þannig ég er ánægður með mína menn að hafa náð að snúa þeim kafla við. Við vorum nálægt því að sigla þessum heim.“ Meiðsli eru að hrjá KA menn. „Allan er að glíma við tognun aftan í læri og er frekar erfið. Hann er að verða klár en við þorðum ekki að nota hann í dag. Það er smá tími í Óla ef þú ætlar að spyrja um hann næst.“ Einar Birgir Stefánsson leikmaður KA meiddist illa í leiknum og var borinn af velli á sjúkrabörum og þaðan í sjúkrabíll. „Ökklin á honum fór í mikinn yfirsnúning, eðlilega veit ég ekki neitt meira hvað kom fyrir. Þetta leit ekki vel út, hann er harðjaxl og miða við hvað þetta var vont þá lítur þetta ekki vel út en við vonum það besta.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Hann hélt svo áfram að lýsa þessum 25 sekúndum. Svo fáum við dauðafæri til að klára leikinn en hvað gerist eftir að við klikkum á því færi er svo annað og hvernig við fáum þetta víti á okkur. Þeir skora síðustu tvö mörkin þrátt fyrir að við fáum tækifæri til að skora og ekkert meira um það að segja. Patrekur Stefánsson átti lokaskot KA sem klikkaði. „Við fórum í það færi sem á að fara í þegar maður er í þessari stöðu eins og var komin upp þarna, maður á mann hjá Gróttu. Ef við hefðum skorað þá værum við glaðir en í staðin erum við svekktir með þessa niðurstöðu þar sem við vorum svo nálægt því að klára þetta.“ Jónatan hefði viljað tvö stigin í dag en fannst spilamennska sinna manna ekki nógu góð. „Ég er ekki sáttur við að hafa ekki unnið þá því það var markmiðið okkar að vinna þá hér í dag en hins vegar var þessi leikur þannig að við vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel í dag, við vorum í vandræðum varnarlega og vorum ekki að fá eins góða markvörslu eins og við höfum verið að fá. Þá var Einar Baldvin að verja vel í marki Gróttu og leikurinn æxlast eins og hann gerir, þá er stigið gott.“ Grótta var skrefi á undan nánast allan seinni hálfleikinn það var ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir að KA komst yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. „Mér fannst mikill karakter í mínum mönnum í seinni hálfleik því þetta var ákveðin brekka sem við vorum komnir í. Þannig ég er ánægður með mína menn að hafa náð að snúa þeim kafla við. Við vorum nálægt því að sigla þessum heim.“ Meiðsli eru að hrjá KA menn. „Allan er að glíma við tognun aftan í læri og er frekar erfið. Hann er að verða klár en við þorðum ekki að nota hann í dag. Það er smá tími í Óla ef þú ætlar að spyrja um hann næst.“ Einar Birgir Stefánsson leikmaður KA meiddist illa í leiknum og var borinn af velli á sjúkrabörum og þaðan í sjúkrabíll. „Ökklin á honum fór í mikinn yfirsnúning, eðlilega veit ég ekki neitt meira hvað kom fyrir. Þetta leit ekki vel út, hann er harðjaxl og miða við hvað þetta var vont þá lítur þetta ekki vel út en við vonum það besta.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira