Mannréttindamál og viðskiptatækifæri Snorri Másson skrifar 3. desember 2022 20:11 Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Áslaugu Briem frá Ferðamálastofu hvatningarverðlaun ÖBÍ í dag. ÖBÍ Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag. 3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug. Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug.
Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði