„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 11:01 Brynjar Þór var ekki ánægður með tæknivilluna sem Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, fékk gegn Haukum. Vísir Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum