Ræður raforkukerfið við orkuskipti? Haukur Ásberg Hilmarsson og Kristinn Arnar Ormsson skrifa 2. desember 2022 10:31 Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun