Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:39 Árásin fór fram fyrir framan Dalskóla í Úlfársdal. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi verið að sækja börnin sín í skólann þegar árásin átti sér stað. Dalskóli Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Margeir Sveinsson staðfestir í samtali við fréttastofu að öxi hafi verið beitt við árásina. Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en telur að hún sé ekki í lífshættu. Hann segir lögregluna hafa óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum. Lögregla var með mikinn viðbúnað við Dalskóla í gær. Fjölmörg vitni voru að árásinni.Vísir/Vilhelm Sögusagnir um skotárás fóru á flug Skólastjóri Dalskóla, Helena Katrín Hjaltadóttir, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband vegna málsins og vísaði í tölvupóst sem hún sendi foreldrum fyrr í dag. Í póstinum, sem fréttastofa hefur undir höndum segir meðal annars: „Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er ljóst að atvik sem átti sér stað framan við Dalskóla seinni partinn i gær, beindist ekki gegn nemendum, starfsfólki eda skólanum sjálfum. Lögregla telur að um einangrað tilvik sé að ræða og er ekki talin hætta á ferðum. Vegna sögusagna viljum við árétta að ekki var um skotárás að ræða. Starfsfólk Úlfabyggðar brást hárrétt við í flóknum aðstæðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við munum, eins og ávallt, gera allt til að tryggja öryggi nemenda okkar. Atvikið snertir tvö börn í skólanum og viljum við biðja foreldra að sýna nærgætni í umræðu um málið.“ Þá tekur hún fram að all nokkrir foreldrar og börn hafi orðið vitni að atvikinu. Verður boðið upp á samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun fyrir þá foreldra sem vilja nýta sér það. Lögreglumál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Margeir Sveinsson staðfestir í samtali við fréttastofu að öxi hafi verið beitt við árásina. Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en telur að hún sé ekki í lífshættu. Hann segir lögregluna hafa óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum. Lögregla var með mikinn viðbúnað við Dalskóla í gær. Fjölmörg vitni voru að árásinni.Vísir/Vilhelm Sögusagnir um skotárás fóru á flug Skólastjóri Dalskóla, Helena Katrín Hjaltadóttir, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband vegna málsins og vísaði í tölvupóst sem hún sendi foreldrum fyrr í dag. Í póstinum, sem fréttastofa hefur undir höndum segir meðal annars: „Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er ljóst að atvik sem átti sér stað framan við Dalskóla seinni partinn i gær, beindist ekki gegn nemendum, starfsfólki eda skólanum sjálfum. Lögregla telur að um einangrað tilvik sé að ræða og er ekki talin hætta á ferðum. Vegna sögusagna viljum við árétta að ekki var um skotárás að ræða. Starfsfólk Úlfabyggðar brást hárrétt við í flóknum aðstæðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við munum, eins og ávallt, gera allt til að tryggja öryggi nemenda okkar. Atvikið snertir tvö börn í skólanum og viljum við biðja foreldra að sýna nærgætni í umræðu um málið.“ Þá tekur hún fram að all nokkrir foreldrar og börn hafi orðið vitni að atvikinu. Verður boðið upp á samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun fyrir þá foreldra sem vilja nýta sér það.
Lögreglumál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira