„Það þorði enginn í okkur Bjössa“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:54 „Kannski var þetta ástæðan að enginn var í bænum,“ skrifaði Jói Fel í færslu á Instagram og birti þar meðfylgjandi mynd af þeim félögum í dyravörslunni. „Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins. Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“ Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“
Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11