Erlent

Sjö fundist látnir eftir aur­skriðuna á Ischia

Atli Ísleifsson skrifar
Aurskriðan féll á bæinn Casamicciola Terme á Ischia á laugardag.
Aurskriðan féll á bæinn Casamicciola Terme á Ischia á laugardag. EPA

Sjö hafa nú fundist látnir og fimm er enn saknað eftir að aurskriða féll á ítölsku eyjunni Ischiaum helgina. Björgunarstarf stendur enn yfir og segir talsmaður yfirvalda að börn séu í hópi þeirra sem sé saknað.

Aurskriðan féll á bæinn Casamicciola Terme í kjölfar gríðarlegs úrhellis á svæðinu síðustu daga. Úrkoma hefur ekki mælst eins mikil á eyjunni í heil tuttugu ár.

Fjölmennt björgunarlið var sent til eyjarinnar eftir að tilkynnt var um hamfarirnar. Kafarar hafa meðal annars unnið að leit við ströndina og segja slökkviliðsmenn að skriðan sé sums staðar allt að sex metra djúp.

Erlendir fjölmiðlar segja að nýfætt barn og tvö börn til viðbótar hafi verið í hópi hinna látnu.

Skriðan hrifsaði með sér að minnsta kosti eitt hús og olli miklum skemmdum á nokkrum til viðbótar. Auk þess hrifsaði skriðan með sér fjölda bíla, einhverja alla leið út í sjó.

Ischia er lítil eldfjallaeyja um þrjátíu kílómetra undan strönd Napolí.


Tengdar fréttir

Kona fannst látin og tíu enn saknað

Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×