Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Það var hart barist í leik Vals og Hattar. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira