Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Matthías Vilhjálmsson sést hér kominn í Víkingsbúninginn. Víkingur Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti