Hvernig viljum við eldast? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 15:00 Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun