Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 13:21 Hilmar Smári Henningsson tók vítaskot fyrir Hauka á meðan að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar. Það stangast á við reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira