„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Ása Nishanthi Magnúsdóttir segir að einhver hljóti að bera ábyrgð. Stöð 2 Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira