Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á umönnun foreldra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 12:01 Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Í því sambandi má benda á að samningurinn leggur m.a. þær skyldur á aðildarríkin að tryggja réttindi veikra og slasaðra barna. Í september lagði ég fram frumvarp í þriðja sinn þar sem lagt er til að kveðið verði sérstaklega á um það í barnalögum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Leggja þarf sérstaka áherslu á rétt barna til að njóta umönnunar foreldra eða forráðamanna þegar það er veikt eða slasað. Þótt þessi réttur sé þegar fyrir hendi kemur hann þó hvergi beint fram í lögum og er með frumvarpinu lagt til að úr því verði bætt. Samhliða frumvarpinu flyt ég nú þingsályktunartillögu um að félags- og vinnumarkaðsráðherra verði falið að koma á fót starfshópi til að kanna hvernig foreldrum barna verði gert kleift að rækja þessa skyldu með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins eða með setningu reglna á þeim vettvangi. Tilefni þess að árétta þennan rétt veikra og slasaðra barna í lögum er að rétturinn til að vera með og sinna veiku eða slösuðu barni hefur fyrst og fremst verið réttindi foreldris eða þess sem fer með forsjána frekar en að vera réttur barnsins sjálfs. Í því sambandi má benda á að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði hafa í langflestum tilvikum haft að geyma ákvæði um rétt foreldra til að sinna veikum börnum og þannig er rétturinn tengdur starfi og ráðningarsambandi forsjáraðila og vinnuveitanda. Með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins er gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur. Þannig kann að vera að foreldri sem á fleiri en eitt barn verði að deila réttindum sínum milli barna sinna. Einbirni sem veikist eða slasast og á tvo foreldra á vinnumarkaði er því í betri stöðu og gæti átt rétt á 20–30 dögum með foreldrum sínum. Veikt eða slasað barn úr systkinahópi sem deila þarf dögum gæti því aðeins notið fáeinna daga ef aðstæður haga því þannig að systkini viðkomandi hafi einnig orðið veik. Munurinn á réttindum barna getur því verið umtalsverður og á sama hátt geta möguleikar foreldris á að sinna börnum sínum verið mjög mismunandi. Réttindin eru því ekki aðeins réttur foreldra á launuðu leyfi úr vinnu til að annast veikt barn heldur fremur réttur barnsins til að njóta þeirrar umönnunar sem það þarfnast. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Réttindi barna Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Í því sambandi má benda á að samningurinn leggur m.a. þær skyldur á aðildarríkin að tryggja réttindi veikra og slasaðra barna. Í september lagði ég fram frumvarp í þriðja sinn þar sem lagt er til að kveðið verði sérstaklega á um það í barnalögum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Leggja þarf sérstaka áherslu á rétt barna til að njóta umönnunar foreldra eða forráðamanna þegar það er veikt eða slasað. Þótt þessi réttur sé þegar fyrir hendi kemur hann þó hvergi beint fram í lögum og er með frumvarpinu lagt til að úr því verði bætt. Samhliða frumvarpinu flyt ég nú þingsályktunartillögu um að félags- og vinnumarkaðsráðherra verði falið að koma á fót starfshópi til að kanna hvernig foreldrum barna verði gert kleift að rækja þessa skyldu með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins eða með setningu reglna á þeim vettvangi. Tilefni þess að árétta þennan rétt veikra og slasaðra barna í lögum er að rétturinn til að vera með og sinna veiku eða slösuðu barni hefur fyrst og fremst verið réttindi foreldris eða þess sem fer með forsjána frekar en að vera réttur barnsins sjálfs. Í því sambandi má benda á að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði hafa í langflestum tilvikum haft að geyma ákvæði um rétt foreldra til að sinna veikum börnum og þannig er rétturinn tengdur starfi og ráðningarsambandi forsjáraðila og vinnuveitanda. Með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins er gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur. Þannig kann að vera að foreldri sem á fleiri en eitt barn verði að deila réttindum sínum milli barna sinna. Einbirni sem veikist eða slasast og á tvo foreldra á vinnumarkaði er því í betri stöðu og gæti átt rétt á 20–30 dögum með foreldrum sínum. Veikt eða slasað barn úr systkinahópi sem deila þarf dögum gæti því aðeins notið fáeinna daga ef aðstæður haga því þannig að systkini viðkomandi hafi einnig orðið veik. Munurinn á réttindum barna getur því verið umtalsverður og á sama hátt geta möguleikar foreldris á að sinna börnum sínum verið mjög mismunandi. Réttindin eru því ekki aðeins réttur foreldra á launuðu leyfi úr vinnu til að annast veikt barn heldur fremur réttur barnsins til að njóta þeirrar umönnunar sem það þarfnast. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun