Rifja upp rosaleg Idol ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Simmi og Jói voru kynnar í fjórum þáttaröðum af Idol-stjörnuleit. Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn. Idol Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn.
Idol Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira