Rifja upp rosaleg Idol ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Simmi og Jói voru kynnar í fjórum þáttaröðum af Idol-stjörnuleit. Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn. Idol Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn.
Idol Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira