Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2022 14:41 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fer fyrir rannsókn á hnífaárás á Bankastræti Club í síðustu viku. vísir/egill Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44