Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2022 14:20 Frá munna Dalsganga á Sandey. Landsverk Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21