5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. nóvember 2022 09:01 Kynnarnir Simmi og Jói slógu í gegn í fyrstu fjórum þáttaröðunum af Idol. Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. Það er ekki hægt að hugsa um Idol Stjörnuleit án þess að verða hugsað til tvíeykisins Simma og Jóa. Þeir Simmi og Jói voru kynnar fyrstu fjögurra þáttaraðanna af Idol. „Við settum vissulega ákveðinn svip á þetta Idol og hlutverk okkar varð aðeins stærra en gengur og gerist hjá öðrum kynnum,“ sagði Simmi þegar Reykjavík síðdegis tók púlsinn á þeim félögum nú í vikunni. Voru notaðir sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir Þegar Idol hóf göngu sína hér á landi árið 2003, var horft til uppsetningu Breta á keppninni, þar sem kynnarnir voru tveir. Þeir Simmi og Jói þóttu standa sig svo vel að framleiðslufyrirtækið sem á réttinn að Idol notaði þá sem dæmi fyrir aðrar smærri þjóðir um hvernig ætti að gera þetta. „Mér fannst það mikil viðurkenning fyrst við fengum aldrei Edduna,“ segir Simmi. Þeim Simma og Jóa voru gefnar nokkuð frjálsar hendur þegar kom að skemmtiatriðum og öðrum uppákomum þeirra í þáttunum. Hér að neðan má sjá nokkur af þeirra bestu augnablikum. Klippa: Bestu augnablik Simma og Jóa Tilkynntu vitlausan keppanda Simmi og Jói hafa ólík svör við því hvert sé eftirminnilegasta augnablikið úr þáttunum. „Það sem kannski poppar oftast upp eru þessi skipti sem okkur tókst að tilkynna vitlausan keppanda. Það er eiginlega ekki annað hægt en að muna eftir því, því það var svolítið vont,“ segir Jói. „Það sem er eftirminnilegast fyrir mér eru í rauninni þessar beinu útsendingar í Smáralindinni. Fyrir mér var það alltaf alveg rosalega mikil keppni. Þú ert í beinni útsendingu og það er ekkert mikið svigrúm fyrir mistök,“ segir Simmi. Hlakka til að poppa Aðspurðir hvort þeir finni ekki fyrir söknuði nú þegar Idol er að fara af stað aftur segja þeir gömlu keppnirnar vera barn síns tíma. Nú hlakki þeir til að sjá nýja einstaklinga spreyta sig í kynnahlutverkunum „Maður hugsar meira með hlýhug til baka frekar en að það sé beinn þorsti í það að byrja aftur. Ég hlakka bara til að poppa,“ segir Jói. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Simma og Jóa í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Það er ekki hægt að hugsa um Idol Stjörnuleit án þess að verða hugsað til tvíeykisins Simma og Jóa. Þeir Simmi og Jói voru kynnar fyrstu fjögurra þáttaraðanna af Idol. „Við settum vissulega ákveðinn svip á þetta Idol og hlutverk okkar varð aðeins stærra en gengur og gerist hjá öðrum kynnum,“ sagði Simmi þegar Reykjavík síðdegis tók púlsinn á þeim félögum nú í vikunni. Voru notaðir sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir Þegar Idol hóf göngu sína hér á landi árið 2003, var horft til uppsetningu Breta á keppninni, þar sem kynnarnir voru tveir. Þeir Simmi og Jói þóttu standa sig svo vel að framleiðslufyrirtækið sem á réttinn að Idol notaði þá sem dæmi fyrir aðrar smærri þjóðir um hvernig ætti að gera þetta. „Mér fannst það mikil viðurkenning fyrst við fengum aldrei Edduna,“ segir Simmi. Þeim Simma og Jóa voru gefnar nokkuð frjálsar hendur þegar kom að skemmtiatriðum og öðrum uppákomum þeirra í þáttunum. Hér að neðan má sjá nokkur af þeirra bestu augnablikum. Klippa: Bestu augnablik Simma og Jóa Tilkynntu vitlausan keppanda Simmi og Jói hafa ólík svör við því hvert sé eftirminnilegasta augnablikið úr þáttunum. „Það sem kannski poppar oftast upp eru þessi skipti sem okkur tókst að tilkynna vitlausan keppanda. Það er eiginlega ekki annað hægt en að muna eftir því, því það var svolítið vont,“ segir Jói. „Það sem er eftirminnilegast fyrir mér eru í rauninni þessar beinu útsendingar í Smáralindinni. Fyrir mér var það alltaf alveg rosalega mikil keppni. Þú ert í beinni útsendingu og það er ekkert mikið svigrúm fyrir mistök,“ segir Simmi. Hlakka til að poppa Aðspurðir hvort þeir finni ekki fyrir söknuði nú þegar Idol er að fara af stað aftur segja þeir gömlu keppnirnar vera barn síns tíma. Nú hlakki þeir til að sjá nýja einstaklinga spreyta sig í kynnahlutverkunum „Maður hugsar meira með hlýhug til baka frekar en að það sé beinn þorsti í það að byrja aftur. Ég hlakka bara til að poppa,“ segir Jói. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Simma og Jóa í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01