Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 13:28 Könnunin um að Kristrún Frostadóttir sé sá stjórnmálaleiðtogi sem almenningur treysti orðið best er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu, að mati Björns Bjarnasonar. vísir/vilhelm Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent