Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 15:00 Mikil ólga og óánægja ríkir innan Hvassaleitisskóla. Vísir/Vilhelm Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira