Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 15:00 Mikil ólga og óánægja ríkir innan Hvassaleitisskóla. Vísir/Vilhelm Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira