Ólga meðal kennara í Hvassaleitisskóla og skólastjóri í leyfi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 15:00 Mikil ólga og óánægja ríkir innan Hvassaleitisskóla. Vísir/Vilhelm Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Tuttugu og tveir núverandi starfsmenn skólans segjast í yfirlýsingunni telja framkomu skólastjórans óviðunandi og vinnuumhverfi óboðlegt. Þau lýsa yfir vantrausti á hendur skólastjóranum vegna trúnaðarbrota og staðhæfa að mismunun eigi sér stað í skólanum. „Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar,“ segir í yfirlýsingunni sem hópurinn sendi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á dögunum. Skólastjóri í leyfi til mánaðarmóta Á heimasíðu Hvassaleitisskóla eru skráðir fjörutíu og sjö starfsmenn. Tæpur helmingur þeirra skrifar undir yfirlýsinguna, auk þess sem þrír fyrrverandi starfsmenn lýsa yfir stuðningi sínum. Skólastjórinn hóf störf hjá skólanum árið 2020 og er sem stendur í leyfi frá störfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann væntanlegur aftur til starfa um mánaðamótin. Annar stjórnandi var fenginn til að standa vaktina á meðan. Lýsti málinu sem mannlegum harmleik Í yfirlýsingu starfsfólks segir að í starfstíð skólastjórans hafi fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Starfsfólk Hvassaleitisskóla hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.Vísir/Vilhelm Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hans vegna þess. Hann lýsti málinu sem „mannlegum harmleik“ og óskaði eftir vinnufriði. Hér má sjá yfirlýsingu starfsfólks skólans í heild sinni: Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Vegna aðstæðna sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu sem varðar starfsaðstæður okkar í Hvassaleitisskóla. Við teljum framkomu skólastjóra óviðunandi og vinnuumhverfið þess vegna ekki boðlegt. Það ríkir mikið vantraust eftir trúnaðarbrot, mismunun starfsfólks og nú síðast ófagmannleg vinnubrögð í starfsmannamálum. Í starfstíð núverandi skólastjóra hefur fólk hrökklast úr starfi vegna stjórnunarhátta og vanlíðunar. Okkur hefur þótt mjög miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir að þetta beinist ekki gegn hverjum einasta starfsmanni þá hefur þetta gífurleg áhrif á starfsandann og skólastarfið í heild. Við getum ekki setið á okkur lengur og er nóg boðið. Afstaða starfsfólks er skýr: Við viljum að skólastjórinn stígi til hliðar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira