Styðjum við íslenska læknanema erlendis Bjarki Þór Grönfeldt skrifar 17. nóvember 2022 15:00 Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun