Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 07:22 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira