Kristrún telur næsta víst að sleifarlag Bjarna hafi skaðað hagsmuni almennings Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2022 11:36 Kristrún Frostadóttir telur skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta að verulega illa hafi verið staðið að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fyrstu viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um Íslandsbankasöluna, eru þau að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera alla ábyrgð á málinu. „Ábyrgðin er ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir verklagi ráðherra við sölu Íslandsbanka. Hún staðfestir það sem við bentum á í vor,“ segir Kristrún í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Það bendir allt til þess að lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi ekki verið fylgt — um hæsta verð og jafnræði. Ráðherra átti að tryggja að þessum markmiðum væri náð, en þar brást hann,“ segir Kristrún. Henni þykir einsýnt að skýrslan sé svört og Bjarni hljóti að sitja uppi með þennan Svarta-Pétur. „Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kann sleifarlag ráðherra að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Og jafnræðis var ekki gætt. Fyrir vikið er traust til stjórnvalda og til fjármálakerfisins laskað. Það er alvarlegt.“ Kristrún segir að vænta megi frekari viðbragða frá henni vegna málsins. „Við þurfum tíma til að fara yfir skýrsluna og leggja mat á stöðuna. En það er alveg ljóst að þessu máli er ekki lokið.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53 Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Ábyrgðin er ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir verklagi ráðherra við sölu Íslandsbanka. Hún staðfestir það sem við bentum á í vor,“ segir Kristrún í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Það bendir allt til þess að lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi ekki verið fylgt — um hæsta verð og jafnræði. Ráðherra átti að tryggja að þessum markmiðum væri náð, en þar brást hann,“ segir Kristrún. Henni þykir einsýnt að skýrslan sé svört og Bjarni hljóti að sitja uppi með þennan Svarta-Pétur. „Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kann sleifarlag ráðherra að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Og jafnræðis var ekki gætt. Fyrir vikið er traust til stjórnvalda og til fjármálakerfisins laskað. Það er alvarlegt.“ Kristrún segir að vænta megi frekari viðbragða frá henni vegna málsins. „Við þurfum tíma til að fara yfir skýrsluna og leggja mat á stöðuna. En það er alveg ljóst að þessu máli er ekki lokið.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53 Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18
Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53
Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44