„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 12:00 Tryggvi Snær Hlinason treður með látum í leiknum gegn Georgíu. vísir/vilhelm Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn