Stöð 2 Sport
Olís-deild karla í handbolta á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og við sýnum tvo leiki í beinni útsendingu. Við hefjum leik á Akureyri þar sem KA tekur á móti FH klukkan 15:50 áður en Stjarnan sækir Selfyssinga heim klukkan 19:20.
Stöð 2 Sport 2
Við hefjum leik úti á golfvelli á Stöð 2 Sport 2 áður en við færum okkur yfir í amerískan fótbolta síðar í dag, en lokadagur Nedbank Golf Challenge á DP World Tour hefst klukkan 07:30.
Klukkan 14:30 er svo komið að leik Tampa Bay Buccaneers og Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Buffalo Bills og Minnesota Vikings eigast svo við klukkan 18:00 áður en Green Bay Packers og Dallas Cowboys loka deginum klukkan 21:20.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn kemur sér vel fyrir á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem fjórir leikir verða í beinni útsendingu.7
Atalanta tekur á móti Inter í toppslag klukkan 11:20, Roma tekur á móti Torinon klukkan 13:50, Fiorentina heimsætir AC Milan klukkan 16:50 og Juventus og Lazio eigast svo við klukkan 19:35.
Stöð 2 Sport 4
Hellas Verona og Spezia eigast við í ítalska boltanum klukkan 13:50 og lokadagur Pelican Women's Championship á LPGA-mótaröðinni hefst klukkan 18:30.
Stöð 2 Sport 5
Houston Open á PGA-mótaröðinni á sviðið á Stöð 2 Sport 5 í dag og við hefjum útsendinguna klukkan 18:00.
Stöð 2 eSport
NBA-deildin í körfubolta laumar sér inn á rafíþróttastöðina klukkan 17:00 áður en Sandkassinn verður á sínum stað klukkan 21:00.