„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 19:05 Hér má sjá Conroy árita félaga sinn til margra ára. Twitter/DC Animated Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira