Áfram með orkuskiptin Guðjón Hugberg Björnsson skrifar 11. nóvember 2022 12:00 Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun