Eftir að hafa setið í rússnesku fangelsi verður Griner nú flutt í fanganýlendu í Rússlandi. Lögfræðingar hennar hafa ekki hugmynd um hvar fanganýlendan er.
Fjölskylda Griners hefur reynt að fá hana aftur heim en án árangurs. Bandarísk yfirvöld hafa blandað sér í málið og í gær sagðist Biden ætla að koma Griner heim til Bandaríkjanna. „Ég er staðráðinn í að koma henni örugglega heim auk annarra,“ sagði forsetinn staðfastur.
Griner var upphaflega handtekinn á flugvelli í Moskvu í febrúar með minna en gramm af hassolíu í fórum sínum. Hún var dæmd fyrir eiturlyfjasmygl og hennar bíður ára fangelsisvist í Rússlandi nema umleitanir Bidens beri árangur.