Craig er með tvo nýliða í hópnum sínum að þessu sinni eða þá Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Orra Gunnarsson hjá Haukum.
Tíu af sextán leikmönnum spila í Subway deildinni og einn í 1. deildinni. Þá eru fimm atvinnumenn í hópnum eða þeir Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason, Hilmar Pétursson, Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson er leikjahæstur í hópnum með 95 leiki en Ægir Þór hefur leikið 76 leiki.
Þórir G. Þorbjarnarson, Ovideo á Spáni og Martin Hermannsson, Valencia á Spáni, eru báðir meiddir og geta ekki tekið þátt í þessum leikjum.
Craig kallar saman sextán manna hóp til æfinga en það verða síðan tólf leikmenn valdir fyrir hvorn leik.
Fyrri leikurinn er á föstudaginn kemur 11. nóvember þegar Georgía kemur í heimsókn í Laugardalshöllina og hefst hann klukkan 19.30. Seinni leikurinn fer fram ytra mánudaginn 14. nóvember gegn Úkraínu og verður hann leikinn í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14.00 að íslenskum tíma.
Þetta eru virkilega mikilvægir leikir sem framundan eru upp á framhalið en Ísland getur styrkt stöðu sína gríðarlega í keppninni með góðum úrslitum.
Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrnasterk og léku í haust bæði lokamóti EM, EuroBasket 2022, þar sem bæði lið fóru í 16-liða úrslit.
Íslenski landsliðsæfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (landsleikir í sviga)
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (61)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (72)
Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (2)
Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (95)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (21)
Kári Jónsson · Valur (28)
Kristófer Acox · Valur (48)
Orri Gunnarsson · Haukar (Nýliði)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (50)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (56)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (24)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (5)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (54)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (76)
Þorvaldur Orri Árnason · KR (Nýliði)