„Afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 22:46 Hildur Björnsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir „Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Hildur Björnsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hildur segir brýnt að ráðast í ábyrgar aðgerðir og nefnir skuldasöfnun í því samhengi. Næstum því tíunda hver króna í rekstri borgarinnar fari í að greiða vexti og verðbætur af lánum. Hætta gæluverkefnum „Við viljum líka bara hætta hvers kyns gæluverkefnum eins og maður kallar það. Og sum slík verkefni myndi ég ekkert endilega kalla gæluverkefni þegar vel árar,“ segir Hildur. Hún tekur dæmi um nýjan bækling um húsnæðisbyggingu í Reykjavík og segir prentun bæklingsins hafa kostað fimmtán milljónir. „Svo bendi ég líka til dæmis á lítið dæmi sem er kannski til umhugsunar, sem er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Og ég vil taka fram áður en ég held lengra að ég elska Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og við fjölskyldan eigum árskort. En maður veltir fyrir sér hvort það sé hlutverk sveitarfélags eða hins opinbera yfir höfuð að reka fallturn, klessubíla og einhverja báta. Vegna þess að þessi garður er rekinn með næstum því hálfs milljarða tapi á ári hverju. Þannig að skattgreiðendur eru að niðurgreiða þennan garð um hálfan milljarð,“ segir Hildur. Ekki hægt að kippa bara í handbremsuna Þórdís Lóa segir að verið sé að draga úr fjárfestingu borgarinnar um níu milljarða á ári með nýrri fjárfestingaráætlun. Þar undir falli menningarverkefni á borð við Vetrargarðinn, Grófarhúsið og Listhúsið. Hins vegar haldi vöxtur í grunnþjónustu áfram, til að mynda í uppbyggingu leikskóla og viðhaldi mannvirkja. Við mat á rekstri borgarinnar megi ekki gleyma að taka mið af aðstæðum fyrri ára; kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við erum að gera núna er einmitt ábyrgur fjármálarekstur. Við erum að kynna hagræðingaraðgerðir sem eru bæði vöxtur en líka hagræðing. Af því þetta er alveg rétt hjá ykkur, það verður að gera þetta skynsamlega. Það er ekki hægt að kippa bara í handbremsuna og hætta öllu. Við erum með grunnþjónustu, leikskóla, velferðina, hjúkrunarheimili. Þannig að þetta verður að gerast skynsamlega,“ segir Þórdís Lóa. Ný fjármálastefna skýr Ný fjármálastefna sé alveg skýr og stefnan sé að ná tökum á rekstri borgarinnar fyrir árið 2024. Hægt sé að setja það í samhengi við ríkisfjármálin, þar sem stefnan er sett á árið 2027. „Við megum ekki gleyma því að við fórum í að stíga á bensíngjöfina í Covid. Við réðum fleira fólk, við fórum í vinnumarkaðsaðgerðir og við gerðum þetta allt. Við yfirmönnuðum hjá okkur velferðarþjónustuna, skólaþjónustuna og leikskólaþjónustuna. Og við gerðum þetta allt til þess að mæta sóttvarnaraðgerðum,“ segir Þórdís Lóa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30 Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Hildur Björnsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hildur segir brýnt að ráðast í ábyrgar aðgerðir og nefnir skuldasöfnun í því samhengi. Næstum því tíunda hver króna í rekstri borgarinnar fari í að greiða vexti og verðbætur af lánum. Hætta gæluverkefnum „Við viljum líka bara hætta hvers kyns gæluverkefnum eins og maður kallar það. Og sum slík verkefni myndi ég ekkert endilega kalla gæluverkefni þegar vel árar,“ segir Hildur. Hún tekur dæmi um nýjan bækling um húsnæðisbyggingu í Reykjavík og segir prentun bæklingsins hafa kostað fimmtán milljónir. „Svo bendi ég líka til dæmis á lítið dæmi sem er kannski til umhugsunar, sem er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Og ég vil taka fram áður en ég held lengra að ég elska Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og við fjölskyldan eigum árskort. En maður veltir fyrir sér hvort það sé hlutverk sveitarfélags eða hins opinbera yfir höfuð að reka fallturn, klessubíla og einhverja báta. Vegna þess að þessi garður er rekinn með næstum því hálfs milljarða tapi á ári hverju. Þannig að skattgreiðendur eru að niðurgreiða þennan garð um hálfan milljarð,“ segir Hildur. Ekki hægt að kippa bara í handbremsuna Þórdís Lóa segir að verið sé að draga úr fjárfestingu borgarinnar um níu milljarða á ári með nýrri fjárfestingaráætlun. Þar undir falli menningarverkefni á borð við Vetrargarðinn, Grófarhúsið og Listhúsið. Hins vegar haldi vöxtur í grunnþjónustu áfram, til að mynda í uppbyggingu leikskóla og viðhaldi mannvirkja. Við mat á rekstri borgarinnar megi ekki gleyma að taka mið af aðstæðum fyrri ára; kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við erum að gera núna er einmitt ábyrgur fjármálarekstur. Við erum að kynna hagræðingaraðgerðir sem eru bæði vöxtur en líka hagræðing. Af því þetta er alveg rétt hjá ykkur, það verður að gera þetta skynsamlega. Það er ekki hægt að kippa bara í handbremsuna og hætta öllu. Við erum með grunnþjónustu, leikskóla, velferðina, hjúkrunarheimili. Þannig að þetta verður að gerast skynsamlega,“ segir Þórdís Lóa. Ný fjármálastefna skýr Ný fjármálastefna sé alveg skýr og stefnan sé að ná tökum á rekstri borgarinnar fyrir árið 2024. Hægt sé að setja það í samhengi við ríkisfjármálin, þar sem stefnan er sett á árið 2027. „Við megum ekki gleyma því að við fórum í að stíga á bensíngjöfina í Covid. Við réðum fleira fólk, við fórum í vinnumarkaðsaðgerðir og við gerðum þetta allt. Við yfirmönnuðum hjá okkur velferðarþjónustuna, skólaþjónustuna og leikskólaþjónustuna. Og við gerðum þetta allt til þess að mæta sóttvarnaraðgerðum,“ segir Þórdís Lóa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30 Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08