Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Lögreglan Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun