Helvítis vaktahvatinn! Sandra B. Franks skrifar 4. nóvember 2022 11:31 Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun