Ungliðahreyfing VG gagnrýnir þingmenn sína Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2022 09:44 Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Aðsend/Egill Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. Aðfaranótt fimmtudags var fimmtán hælisleitendum vísað úr landi. Fólkið var handtekið í umfangsmikilli lögregluaðgerð og síðan flutt upp á Keflavíkurflugvöll í skjóli nætur. Til stóð að vísa 28 manns úr landi en þrettán aðilar fundust ekki. Að sögn Ungra vinstri grænna var aðgerð þessi í boði Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, og Sjálfstæðisflokksins. „Dómsmálaráðherra hafði þó lítinn tíma til þess að ræða málið við fjölmiðla og þingnefnd í dag þar sem hann hafði í nógu að snúar í innanflokksmálum í Kópavogi. Svo mikið smáræði er mannréttindabrotið fyrir honum. Málaflokkurinn er augljóslega í kolröngum höndum en það þarf ekki að koma neinum á óvart,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Í yfirlýsingunni eru vinnubrögð lögreglu sérstaklega gagnrýnd. Lögregla hafi framið mannréttindabrot um miðja nótt. Aðgerðirnar eru sagðar vera stjórnvöldum til háborinna skammar. „Finnst ráðherrum og þingmönnum VG þessi vinnubrögð viðunandi? Er ríkisstjórnarsamstarfið virkilega orðið mikilvægara en mannúð? Svona vinnubrögð eru allavega ekki í okkar nafni!“ segir í lok yfirlýsingarinnar. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags var fimmtán hælisleitendum vísað úr landi. Fólkið var handtekið í umfangsmikilli lögregluaðgerð og síðan flutt upp á Keflavíkurflugvöll í skjóli nætur. Til stóð að vísa 28 manns úr landi en þrettán aðilar fundust ekki. Að sögn Ungra vinstri grænna var aðgerð þessi í boði Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, og Sjálfstæðisflokksins. „Dómsmálaráðherra hafði þó lítinn tíma til þess að ræða málið við fjölmiðla og þingnefnd í dag þar sem hann hafði í nógu að snúar í innanflokksmálum í Kópavogi. Svo mikið smáræði er mannréttindabrotið fyrir honum. Málaflokkurinn er augljóslega í kolröngum höndum en það þarf ekki að koma neinum á óvart,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Í yfirlýsingunni eru vinnubrögð lögreglu sérstaklega gagnrýnd. Lögregla hafi framið mannréttindabrot um miðja nótt. Aðgerðirnar eru sagðar vera stjórnvöldum til háborinna skammar. „Finnst ráðherrum og þingmönnum VG þessi vinnubrögð viðunandi? Er ríkisstjórnarsamstarfið virkilega orðið mikilvægara en mannúð? Svona vinnubrögð eru allavega ekki í okkar nafni!“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33
Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. 3. nóvember 2022 11:40
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46